Tannhreinsun

Tannhreinsun

Til að viðhalda heilbrigði tanna og munnhols er mikilvægt að halda tönnunum hreinum með reglulegri tannburstun og millitannahreinsun. Þannig fjarlægjum við matarleifar og bakteríuskánir sem myndast á tönnunum. Ekki er hægt að fjarlægja tannstein með venjulegri tannburstun.

Tannsteinn myndast við það að kalk úr munnvatni fellur út á tannfleti. Yfirborðið tannsteins er hrjúft og dregur í sig lit – til dæmis úr kaffi eða rauðvíni. Einnig er tannsteinn frábært umhverfi fyrir bakteríur sem valda svo tannholdsbólgu, blæðingu úr tannholdi, andremmu og tannholds- og beinrýrnun.

Tannsteinn er kalkað efni sem festist vel við yfirborð tanna. Það þarf sérstök verkfæri til að fjarlægja hann – maður nær ekki að losa tannstein með tannbursta. Flestir hafa gott af því að láta hreinsa tennurnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. Sumir gætu þurft á tíðari tannhreinsun að halda til að viðhalda heilbrigði munnhols. Gott dæmi um það eru unglingar með spangir.

Við bjóðum upp á tannhreinsun hjá tannfræðing. Tannfræðingar eru sérfræðingar í hreinsun, forvörnum og viðhald tanna og tannviðgerða.

Byrjað er á ítarlegri tannsteinshreinsun með EMS ultrasonic tæki og handverkfærum, svo er yfirborð tanna hreinsað með háþrýstingsstraum (EMS Airflow). Að lokum eru veitt ráðgjöf varðandi munnhirðu og forvarnir.  

Hefðbundinn tannhreinsunartími hjá tannfræðing er 45-60 mínutur.

Mikill tannsteinn og litur á tönnum

Allar tennur hreinsaðar og pússaðar með Airflow. Meðferðartími: 60 mins.