Tannviðgerðir

Tannviðgerðir

Við notum mismunandi aðferðir og efni í tannviðgerðir. Val á viðgerðarefni ræðst af ástand tannarinnar og almennu ástandi munnhols.

Ljósmyndir af okkar vinnu má finna á instagram síðunni okkar. Tannlæknar Hafnargötu 91 (@kjaftstopp) • Instagram photos and videos

Plastblendisviðgerðir

Plastblendi (e. dental composites) henta vel til að laga litlar og meðalstórar tannskemmdir og tannbrot. Plastblendisviðgerðir eru ágætlega slitsterk og hafa frábæra útlitseiginleika. Við notum plastblendi Filtek frá 3M sem hafa reynst frábærlega í gegnum áratugi og koma mjög vel út úr langtímarannsóknum.

Við framkvæmum langflestar plasblendisviðgerðir í staðdeyfingu og í góðri einangrun með gummidúk eða munnglennu. Tannskemmdin eða tannbrotið er hreinsað og tönnin er svo byggð upp með ljóshertu plastblendi.

Plastblendi henta illa sem viðgerðarefni í tennur þar sem stóran hluta tannar vantar eða tannkrónan er orðin veik – sem dæmi má nefna tennur með sprungur, rótfylltar tennur eða mjög illa skemmdar tennur.

Slit á tannhálsi - lagfært með plastblendi

Implantakrónur

Stundum er ekki unnt að bjarga illa farna tönn. Í því tilfelli er hún fjarlægð og gervitönn smíðuð á ígrædda gervirót (betur þekkt sem implant eða tannplanti).

Meira um ígræði hér.